í Samfélagsfræði vorum við að fræðast um árin 870-1490. það sem mér fans áhugaverðast að ræða um var landnám íslands vegna þess að mér hefur lengi fundið áhugavert hvernig ísland varð til og hvernig það þróaðist. Við lærðum um marga biskupa en hann sem mér fannst áhugaverðastur var Ísleifur Gissurarson sem varð fyrsti biskup á íslandi í skálholti. hann er merkilegur fyrir það. Við gerðum líka tímaás sem að við gerðum úr þremur glöðum, límdum inní vinnubókina okkar og skrifuðum atburði við hvert mikilvægt ár. Við gerðum margt í vinnubókina t.d. landnám íslands, stofnun alþingis, svöruðum spurningum um kristintökuna og gerðum frétt frá árinu 1000 þegar það var ákveðið að allir íslendingar ættu að verða kristnir og við fjölluðum um muninn á heiðni og kristni.
Kirkan í skálholti...
Karen
Flokkur: Menntun og skóli | 15.12.2009 | 10:36 (breytt 1.6.2010 kl. 23:44) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.